Rafmagn fór af Suðurlandi

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. mbl.is/Árni Sæberg

Rafmagnslaust varð víða á Suðurlandi eftir að Selfosslína 1 leysti út um klukkan 22:20. Íbúar víða á Suðurlandi, á Selfossi, Stokkseyri og í sveitum Árnessýslu voru án rafmagns um stund.

Selfosslína 1 tengir Ljósafossvirkjun við Selfoss og nærliggjandi sveitir en tvö fyrirtæki, HS Orka og Rarik sjá um að dreifa því til heimila og fyrirtækja á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK hefur tekist að fæða rafmagn inn á svæðið með öðrum leiðum og ættu því allir notendur að vera komnir með rafmagn á ný.

Þetta er annað stóra rafmagnsleysið í dag, því rafmagnslaust varð í Grindavík í að minnsta kosti sjö klukkustundir fyrr í dag. Ekkert samhengi er milli rafmagnsleysisins í Grindavík fyrr í dag og þessarar bilunar að því er næst verður komist.

Ekki er vitað hvað olli biluninni. Talið er að eldingu hafi lostið í línuna. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik er þó óvíst hvort það olli biluninni.

 Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is