Sex bíla árekstur á Reykjanesbraut

Sex bíla árekstur varð á Reykjanesbraut í námunda við Dalbraut.
Sex bíla árekstur varð á Reykjanesbraut í námunda við Dalbraut. mbl.is/Hallur Már

Sex bílar rákust saman nú á Reykjanesbraut nú á fjórða tímanum.

Óhappið varð við Dalveg í suðurátt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki talið að nokkur hafi slasast, en þegar blaðamaður náði tali af henni voru lögreglumenn ekki komnir á vettvang. Því var lögreglu ekki kunnugt um aðdraganda slyssins.

Nokkur stífla hefur myndast á götunni vegna árekstursins.

Uppfært 15.44

Einn var fluttur á slysadeild að sögn varðstjóra slökkviliðs. Ekki liggur fyrir hvers vegna óhappið varð. 

Umferð gengur hægt fram hjá slysstað.
Umferð gengur hægt fram hjá slysstað. mbl.is/Hallur Már
mbl.is