Sjö hrepptu bónusvinning

Lottó.
Lottó.

Eng­inn var með all­ar fimm töl­urn­ar rétt­ar í lottó­inu í kvöld, en um 21,7 millj­ón­ir króna voru í pott­in­um.

Sjö hrepptu bónus­vinn­ing­inn og fær hver í sinn hlut rúm­ar 75 þúsund krón­ur. Þrír miðanna voru í áskrift, tveir keyptir á lotto.is, einn í Shellskálanum Hveragerði og einn í Olís Álfheimum.

Fimm voru með fjór­ar rétt­ar jóker­töl­ur í réttri röð og fær hver þeirra 100 þúsund krón­ur í vas­ann.

mbl.is