Skemmd stæða olli rafmagnsleysinu

Búið er finna skemmda stæðu á Selfosslínu 1 undir Ingólfsfjalli.
Búið er finna skemmda stæðu á Selfosslínu 1 undir Ingólfsfjalli. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Fundin var skemmd stæða á rafmagnslínunni Selfosslínu 1 undir Ingólfsfjalli fyrr í dag, sem olli víðtæku rafmagnsleysi á Suðurlandi í gær. Rafmagnsleysið varði aðeins í um 20 mínútur, ólíkt því sem gerðist í Grindavík um svipað leyti.

Þórir Tryggvason frá Rarik telur að vatnsleysingar í Ingólfsfjalli hafi valdið auknu grjóthruni í fjallinu. Skemmda stæðan hefur líklega orðið fyrir barðinu á einum hnullungnum og í kjölfarið hefur rafmagnið slegið út. Þetta liggur þó ekki fyrir og rannsókn stendur yfir.

Selfosslína 1 sér drjúgum hluta Suðurlandsundirlendisins fyrir rafmagni með því að flytja það frá Ljósafossvirkjun til Selfoss og þaðan víðar. Að sögn Þóris átti truflun í línunni ekki að leiða til neins nema truflunar en til allsherjarrafmagnsleysis kom vegna þess að varaleiðir voru ekki nægilega fljótar að taka við sér.

Viðgerð stendur yfir á stæðunni, sem er í eigu Landsnets.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert