Afgreiddu málið þrátt fyrir forföll

Sveinn Óskar Sigurðsson er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ.
Sveinn Óskar Sigurðsson er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ.

Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Mosfellsbæjar, gerir alvarlegar athugsemdir við fundargerð síðasta fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, sem fram fór 15 janúar sl. Á þeim fundi var þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins afgreidd út úr nefndinni, en báðir fulltrúar Reykjavíkurborgar forfölluðust og sátu því ekki fundinn.

Í bókun sem Sveinn Óskar lagði fram á fundi nefndarinnar á föstudag vekur hann athygli á ákvæði í starfsreglum hennar, þar sem fram kemur að „við samþykkt tillagna og afgreiðslu mála sem koma til umfjöllunar nefndarinnar skal þess gætt að a.m.k. einn fulltrúi hvers sveitarfélags hafi tækifæri til að greiða atkvæði“. Hann segir það ekki hafa verið gert þegar þróunaráætlunin var tekin fyrir.

„Þetta er risastórt mál, eitt það stærsta sem komið hefur fyrir nefndina,“ segir hann við Morgunblaðið. „Það væri kannski hægt að horfa í gegnum fingur sér ef um væri að ræða minni háttar mál, en svo er ekki í þessu tilfelli.“

Hann segir mikið álag á borgarfulltrúa Reykjavíkur verða til þess að þeir eigi það til að forfallast. „Því finnst mér sérstakt að formaðurinn lætur þetta mál fram ganga þrátt fyrir að fulltrúar stærsta sveitarfélagins hafi ekki séð sér fært að mæta.“

Undir þetta tekur Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hún segir í bókun á sama fundi að augljóslega hafi verið farið á svig við starfsreglur nefndarinnar við afgreiðslu málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert