Afsögn í aðdraganda prófkjörs

Halldór Jónsson.
Halldór Jónsson.

Halldór Jónsson, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur sagt af sér, en kjördæmisráðið hefur það hlutverk að velja á lista flokksins og bera hann fram fyrir komandi alþingiskosningar í haust, en það hefur jafnframt kosningabaráttuna með höndum. Erillinn í starfi þess er því einna mestur um þessar mundir, en talið er að flokkurinn viðhafi prófkjör í kjördæminu í vor.

Afsögnina tilkynnti Halldór í bréfi og skýrði tildrög hennar, en ástæðan er tilkynning Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, um að hún sæktist eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Það gerir einnig þingmaðurinn Haraldur Benediktsson, sem hreppti það sæti þegar haldið var prófkjör fyrir næstsíðustu kosningar.

Halldór er stuðningsmaður Haraldar, sem hann telur „óumdeildan leiðtoga sjálfstæðismanna í kjördæminu“, og leggst gegn því að varaformaðurinn felli þingmanninn úr sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert