Árekstur á Öxnadalsheiði

mbl.is/Gúna

Tveggja bíla árekstur varð á Öxnadalsheiði í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri var aðeins um minni háttar slys á fólki að ræða. 

Ekki var hálka á veginum að sögn lögreglu. 

Það er víða greiðfært á landinu en þó eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi.

mbl.is