Erfiður sunnudagur að baki

Sjúkraflutningamenn höfðu nóg að gera í gær og í nótt.
Sjúkraflutningamenn höfðu nóg að gera í gær og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mjög mikið var um sjúkraflutninga í nótt og eins í gærdag. Jafnframt voru sex útköll á dælubíla. Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var síðasti sólarhringur mjög erfiður og sjaldgæft að verkefnin séu svo mörg á sunnudegi. 

Alls var farið í 115 boðanir á sjúkrabíla síðasta sólarhring og af þeim voru 35 boðanir sem voru bráðatilfelli. Bara í nótt sinnti slökkviliðið 39 sjúkraflutningum sem er mjög mikið fyrir aðfaranótt mánudags. Covid-tengd verkefni voru 10.

Dælubílar voru boðaðir í sex verkefni sem voru meðal annars útafakstur, vatnslekar, hreinsun á spilliefnum, eldur utandyra og fleira. 

„Þetta er með verkefnamestu sunnudögum sem við höfum séð hér hjá SHS og það reyndi mjög mikið á okkar starfsmenn á stundum,“ segir í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert