Krefjast hærri grunnframfærslu

Landsþing LÍS á Bifröst.
Landsþing LÍS á Bifröst. Ljósmynd/Rolando Díaz

Landsþing Landssambands íslenskra stúdenta samþykkti ályktun á fundi sínum á Bifröst um helgina, þar sem þess er krafist að grunnframfærsla Menntasjóðs námsmanna verði hækkuð. Þess er einnig krafist að stúdentum sé að nýju tryggður réttur til atvinnuleysisbóta.

Árið 2020 nam grunnframfærslan 112.312 krónum fyrir barnlausan námsmann í leiguhúsnæði og við það bættust 694.680 krónur á ári vegna húsnæðiskostnaðar. Samanlagt eru það 170.212 krónur, eins og kemur fram hér.

Stúdentar hafa lengi krafist þess að Menntasjóður námsmanna, áður LÍN, hækki þessi viðmið.

Stúdentar hafa óskað eftir fundi með mennta- og menningarmálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti til þess að gera grein fyrir ályktuninni. 

Þingið var haldið á Bifröst í blönduðum fjarfundi, þar sem voru færri en 50 manns á staðnum og sóttvarna var gætt, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert