Öll fjögur svæðin fjarri íbúðabyggð

Kort/Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands segir í nýrri færslu á Facebook að eftir síðasta sólahring hafi eldsuppkomunæmissvæði breyst. Nú séu fjögur meginsvæði. Frá vestri til austurs eru þau: Eldvörp, Sýlingafell, Fagradalsfjallssvæðið og Móhálsadalur (milli Djúpavatns og Trölladyngju). 

Fram kemur að dreifing á skjálftum geri það að verkum að eldsuppkomunæmið hafi breyst talsvert frá því gær.

„Öll eru þessi svæði fjarri íbúðabyggð og mestar líkur á að eldur komi upp á Fagradalssvæðinu taki kerfið upp á því að gjósa. Eins og áður látum við gjósa með 500 m millibili innan gosnæmissvæðanna og eldgos eru endurtekin 1.500 sinnum á hverjum gosstað. Líkanið greinir síðan líklegustu rennslisleiðir hrauns frá þessum gosstöðum,“ segir í færslunni.

„Nú ætlum við að birta hraunrennslisleiðir fyrir hvert svæði fyrir sig. Mjög ólíklegt er að gjósi á öllum svæðum í einu. Enn er mikil óvissa um nákvæma staðsetningu eldstöðva komi til eldgoss. Athugið að í útreikningum á eldsuppkomunæminu vegur langtímamat 40%, síðasti sólarhringur 40% og síðasta mat 20%,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert