Tæplega 1.400 sýni tekin í dag

Það var nóg að gera í sýnatökunni í dag.
Það var nóg að gera í sýnatökunni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekin voru tæplega 1.400 Covid-sýni á Suðurlandsbraut í dag. Flest sýnanna voru tekin af fólki sem sótti tónleika í Hörpu á föstudaginn sem smitaður starfsmaður Landspítalans sótti. Um 120 voru landamærasýni og afgangurinn sýni frá fólki sem var annaðhvort með einkenni eða er á leiðinni úr landi.

Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Aðsend

„Það er búið að vera töluvert mikið að gera og langflestir hafa mætt,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um tónleikagestina. Hann hefur ekki nákvæma tölu yfir hversu margir þeirra mættu í sýnatöku en um 800 manns sóttu tónleikana. 

„Það er búið að vera mikið fjör í sýnatökunum og auðvitað vonumst við til að enginn sé með Covid og að þetta hafi sloppið,“ bætir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert