„Þetta er bókin sem verður að koma í bókabúðir!“

Herbergi í öðrum heimi, smásagnasafn Maríu Elísabetar Bragadóttur og hennar fyrsta bók, vakti mikla athygli á síðasta ári og var víða talin með bestu bókum ársins. Í nýjasta þætti Dagmála segir María Árna Matthíassyni frá því að við hafi legið að bókin kæmi ekki út, þegar útgefandi hætti við.

Stór útgáfa gerði munnlegan samning við Maríu um útgáfu en heyktist á því á endanum vegna Covid-samdráttar eins og hún lýsir því. „Þá varð ég alveg rosalega miður mín í svona sólarhring og hugsaði bara: já, það mun enginn gefa þessa bók út, þessi fer í tætarann. En svo tók ég mér tak daginn eftir og sendi langt bréf á Unu útgáfuhús, fékk einhvern veginn extra innspýtingu, fann allt í einu: þetta verður að gerast og ég veit ekki hvaðan það kom. Þá sendi ég þeim svona langt bréf og sagði: þetta er bókin sem verður að koma í bókabúðir næsta haust!“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert