Una vill leiða Vinstri græn í Kraganum

Una Hildardóttir.
Una Hildardóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna, sækist eftir fyrsta til öðru sæti í komandi forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Una greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. 

Una er sannarlega ekki sú eina sem sækist eftir forystusætinu en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hafa einnig lýst því yfir að þeir sækist eftir fyrsta sætinu. 

Frétt af mbl.is

Síðastliðnar vikur hef ég átt ótal samtöl við bakland mitt, fjölskyldu og vini og það er gott að finna hve öflugt stuðningsnet mitt er. Ég hef eindregið verið hvött áfram til að sækjast eftir oddvitasæti listans,“ skrifar Una sem telur ríka þörf á þátttöku ungs fólks, sér í lagi ungra kvenna, í stjórnmálum. 

Síðastliðna mánuði hef ég sjálf skorað á kraftmiklar konur í kringum mig að taka þátt í forvölum, prófkjörum og uppstillingum, en færri en ég óska hafa brugðist við. Það er mikilvægt að við sem hvattar erum áfram, viljum og getum boðið fram krafta okkar, bregðumst við því trausti með því að sækast eftir áhrifastöðum.

Kæru vinir! Rétt í þessu tilkynnti ég kjörstjórn VG í Suðvesturkjördæmi framboð mitt í komandi forvali. Síðastliðnar...

Posted by Una Hildardóttir on Mánudagur, 8. mars 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert