Beint: Þórdís og Guðmundur kynna úthlutun ársins

Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Þórdís Kolbrú Reykfjörð Gylfadóttir.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Þórdís Kolbrú Reykfjörð Gylfadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra munu kynna úthlutun ársins 2021 úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða á sameiginlegum fundi í dag.

Kynningin hefst kl. 13:30 og verður haldin í Norræna húsinu og verður hægt að fylgjast með henni í beinni hér. 

Viðstaddir verða fulltrúar þeirra verkefna sem fá hæsta styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum sem kynnir uppbyggingu innviða innan þjóðgarðsins.

mbl.is