Róbert í launalaust leyfi

Róbert Marshall sat á þingi frá 2009–2016.
Róbert Marshall sat á þingi frá 2009–2016. Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina og orðinn formlegur frambjóðandi í forvali VG í Suðurkjördæmi sem fram fer 10.-12. apríl.

Þetta kemur fram í færslu hans á Facebook en þar segir hann verkefnið fram undan að tala fyrir náttúruvernd, umhverfismálum, grænni uppbyggingu atvinnulífs og félagslegu réttlæti í krefjandi framtíð.

Nokkrir hafa gefið kost á sér til að skipa efsta sætið í kjördæminu en Ari Trausti Guðmundson sem skipaði það sæti við síðustu þingkosningar gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Auk Róberts hafa Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður, Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir, bóndi og sveit­ar­stjórn­ar­kona, Alm­ar Sig­urðsson, eig­andi gisti­heim­il­is­ins á Lamba­stöðum, og Hólm­fríður Árna­dótt­ir gefið kost á sér til að leiða list­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert