Aðrir rauðir punktar líklega ótengdir kviku

Á vísindamannaráðs fundi almannavarna eftir hádegi verður farið yfir skjálfta …
Á vísindamannaráðs fundi almannavarna eftir hádegi verður farið yfir skjálfta og önnur ummerki utan Fagradalssvæðisins og metið hvort að kvika sé á hreyfingu annarsstaðar en innan Fagradalsfjallssvæðis. Kort/​Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Íslands

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Íslands seg­ir að elds­upp­komu­næmi hafi verið end­ur­metið í morg­un og komi það fram á meðfylgj­andi mynd. Líkt og síðustu daga er næmið langmest við Fagradalsfjall.

Eins og sjá má á kortinu eru aðrir staðir merktir rauðir en Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir þá vegna skjálftavirkni og að þeir hafi ekki tengingu við kviku. Líkurnar á að kvika sé á öðrum rauðum blettum en við Fagradalsfjall segir hann sáralitlar.

Á vísindamannaráðsfundi almannavarna eftir hádegi verður farið yfir skjálfta og önnur ummerki utan Fagradalssvæðisins og metið hvort kvika sé á hreyfingu annars staðar en innan Fagradalsfjallssvæðis.

„Fagradalsfjall er sá staður þar sem kvika hefur greinst á ferðinni og þessir rauðu punktar sem eru að koma hér og þar geta verið spennulosunarskjálftar út af spennuuppbyggingu á Fagradalssvæðinu,“ segir Ármann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert