Gert að segja starfsfólkinu upp

Jón Björn Hákonarson
Jón Björn Hákonarson mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær hafa óskað eftir að yfirfærslu starfsemi hjúkrunarheimila þeirra til heilbrigðisstofnana ríkisins verði frestað til 1. maí og skorað á velferðarnefnd Alþingis að tryggja réttarstöðu núverandi starfsfólks við yfirfærsluna.

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að fulltrúi stjórnvalda hafi tilkynnt að sveitarfélaginu væri skylt að segja starfsfólkinu upp svo nýr rekstraraðili gæti auglýst störfin. Krafan hafi komið allt of seint fram.

Fjarðabyggð rekur hjúkrunarheimilin Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði og Vestmannaeyjabær rekur Hraunbúðir. 73 starfsmenn eru á hjúkrunarheimilum Fjarðabyggðar og um 60 í Eyjum, samtals 133 starfsmenn. Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar voru í hópi fjögurra sveitarfélaga sem sögðu upp samningum við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila vegna tapreksturs sem ríkið neitaði að greiða.

Þegar ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins greindi forsvarsmönnum Fjarðabyggðar frá því á fundi 3. mars að rekstur heimilanna yrði færður til Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) sagði hann jafnframt, eftir því sem Jón Björn lýsir, að lög um aðilaskipti giltu ekki og Fjarðabyggð væri skylt að segja starfsfólkinu upp þannig að nýr rekstraraðili gæti auglýst störfin. Jón Björn segir að sveitarfélagið geri ekki athugasemdir við að HSA taki reksturinn yfir en hafi mótmælt því að 27 dögum fyrir afhendingu heimilisins væri sveitarfélaginu sagt að segja starfsfólkinu upp, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert