Svartþröstunum kyngdi niður

Fjöldi svartþrasta hefur verið á norðanverðu landinu undanfarið.Sumir fuglanna voru …
Fjöldi svartþrasta hefur verið á norðanverðu landinu undanfarið.Sumir fuglanna voru aðframkomnir Ljósmynd/Yann Kolbeinsson

Það er vor í lofti og fyrstu farfuglarnir þegar komnir. Einnig flæktist hingað fjöldi svartþrasta nýlega og flækingsfuglar af nokkrum tegundum þegar kröpp lægð kom að landinu í liðinni viku.

Svartþröstum bókstaflega kyngdi niður á norðan- og austanverðu landinu. Náttúrustofu Norðausturlands á Húsavík hefur þegar verið tilkynnt um nærri 1.450 fugla. Tilkynningar um nýlegar komur svartþrasta ná frá Miðfirði við Hrútafjörð alla leið austur á Seyðisfjörð. Meginþorri fuglanna hefur fundist á svæðinu frá Grímsey og Skjálfanda í vestri, austur á Langanes, að sögn Yanns Kolbeinssonar, líffræðings hjá Náttúrustofunni. Svartþrestirnir sem hingað komu voru væntanlega á leið frá Vestur-Evrópu og norður með Bretlandseyjum eða til sunnanverðrar Skandinavíu þegar þeir villtust af leið í hlýjum loftmassa. Hlýindin stóðu þó stutt við og í kjölfarið kom vetur á ný.

Það gerði mörgum fuglanna erfitt fyrir og þeir hafa því sótt hart heim að bæjum, sér í lagi þar sem borið er út æti fyrir þá. Sumir fuglanna voru orðnir aðframkomnir og áttu sér ekki lífsvon. Aðrir munu líklega lifa, að því er fram kemur í umfjjöllun um farfuglakomur í Morgunbllaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »