Þingmenn hafa ekki farið utan í heilt ár

Þingmenn hafa haldið sig í heimahögunum vegna faraldursins.
Þingmenn hafa haldið sig í heimahögunum vegna faraldursins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingmenn og starfsmenn Alþingis hafa ekki farið í neinar utanlandsferðir síðan í mars í fyrra, eða í heilt ár. Er það vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Sparnaður fyrir þingið er verulegur, eða rúmlega 40 milljónir króna.

Forsætisnefnd þingsins ákvað í mars 2020 að fella niður vinnutengdar ferðir þingmanna og starfsfólks Alþingis frá og með 17. mars út vorþingið. Enda var hefðbundinni þátttöku í alþjóðastarfi sjálfhætt þegar þingmannafundir og -ráðstefnur færðust í rafrænt form að frumkvæði skipuleggjenda.

Samkvæmt upplýsingum Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis var ferðakostnaður (ferðir/dagpeningar) þingmanna árið 2020 krónur 10.677.214. Til samanburðar var ferðakostnaður þingmanna árið 2019 krónur 51.862.834.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag segir Ragna að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvenær alþingismenn geta byrjað að ferðast til útlanda á nýjan leik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert