Magnað sjónarspil á gossvæðinu

Ljósmyndarinn og athafnamaðurinn Björn Steinbekk náði hreint út sagt mögnuðu myndskeiði af gossvæðinu í Geldingadal austan í Fagradalsfjalli í dag. 

Myndskeiðið var tekið upp með dróna sem flýgur beint yfir gossprunguna. Margir hafa lagt leið sína að gossvæðinu í dag, enda um mikilfenglega sjón að ræða. Almannavarnadeild biðlar þó til þeirra sem hyggjast fara að gossvæðinu að fara gætilega, ýmsar hættur leynist á svæðinu. 

mbl.is