Myndband: Eldarnir í nærmynd

Hraunið flæðir í stríðum straumi úr gosstöðvunum í Geldingadal við Fagradalsfjall. Myndatökumaður mbl.is var á staðnum í nótt og tók þessi myndbrot við Borgarfjall, suður af gosstöðvunum.

Þar má sjá hraun sem kemur upp í sex gosstrókum, en hraunið rennur nú í norðvestur og suðvestur frá sprungunni.

Gosinu hefur verið lýst sem litlu og virðist vera á besta stað á Reykjanesskaga með tilliti til áhrifa á byggð og mannvirki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert