Stefán Vagn hlaut flest atkvæði

Stefán Vagn Stefánsson.
Stefán Vagn Stefánsson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar, hlaut 580 atkvæði í oddvitasæti lista framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara í haust. Talningu atkvæða í póstkosningu lauk í dag. 

Alls gáfu tíu kost á sér í kosningunni, en kosið var um fimm efstu sæti listans fyrir komandi kosningar. Á kjörskrá voru 1.995 og var kosningaþátttaka 58%. 

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, hlaut 439 atkvæði í fyrsta og annað sæti.

Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður hlaut 418 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti og Friðrik Már Sigurðsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, hlaut 526 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti.

Þá hlaut Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð, 563 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti. 

Aðrir í framboði voru: 

Guðveig Eygló­ar­dótt­ir, sveit­ar­stjórn­ar­maður í Borg­ar­byggð.
Gunn­ar Tryggvi Hall­dórs­son, sveit­ar­stjórn­ar­maður á Blönduósi.
Gunn­ar Ásgríms­son, há­skóla­nemi á Sauðár­króki.
Ragn­heiður Ingi­mund­ar­dótt­ir, versl­un­ar­maður í Stranda­byggð.
Tryggvi Gunn­ars­son, skipstjóri frá Flatey. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert