Myndskeið: Gosið magnað í myrkrinu

Ný drónamyndskeið frá því í nótt sýna eldgosið í Geldingadal í Fagradalsfjalli í öðru ljósi en áður. Björn Steinbekk ljósmyndari var á svæðinu í nótt og flaug yfir með dróna yfir gosið, sem verður sífellt lengra.

Í upphafi myndbandsins má sjá hve mjög stærsti gígurinn gnæfir yfir aðra og þar virðist megnið af kvikunni streyma upp. Nokkrir aðrir minni gígar eru rétt hjá.

Fjöldi fólks lagði leið sína á gosstað í nótt til að berja sjónarspilið augum og náttúrufegurðin er óumdeild. Gangur gossins er stöðugur og engin skýr merki eru um að dregið hafi úr því.

Færi gafst á því í nótt að fylgjast með eldgosinu.
Færi gafst á því í nótt að fylgjast með eldgosinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert