Eldar í birtingu

Ívar Eyþórsson ljósmyndari komst upp að Geldingadal í Fagradalsfjalli snemma í gærmorgun og stýrði þá dróna sínum yfir vellandi eldgosið sem nú hefur staðið yfir í tæpa þrjá sólarhringa. Afraksturinn er hér að ofan, þar sem sjá má eldvirknina í birtingu.

Ívar segir í samtali við mbl.is að eldgosið hafi verið meira og stærra en hann bjóst við og mátti dæma af orðum vísindamanna.

„Þetta var mín fyrsta upplifun af gosi, þannig að þetta var ótrúlegt og eiginlega bara engu öðru líkt,“ segir hann. Gosið væri síður en svo að minnka, heldur að verða meira ef eitthvað væri.

Ljósmynd/Ívar Eyþórsson

Eftir gönguna upp ítrekar Ívar það við þá sem ætla sér á staðinn að klæða sig almennilega, vera í góðum skóm og hafa nesti. Ívar og föruneyti voru aðeins um tvo tíma upp á fjallið frá Suðurstrandarvegi en gangan er erfið með hrauni, mosa og torfærum hlíðum.

Fylgjast má með Ívari á Instagram:

Ljósmynd/Ívar Eyþórsson
Ljósmynd/Ívar Eyþórsson




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert