Hefur gefið sig fram

Maðurinn sem á bifreiðina sem hafði verið skilin eftir við gönguleiðina á gosstöðvarnar er kominn fram. 

Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, í samtali við mbl.is. Maðurinn var kominn út af svæðinu þegar hann kom fram.

Búið er að afturkalla leitina en líkt og kom fram á mbl.is í morgun var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til leitar og eins tók björgunarsveitarfólk og lögregla þátt í leit að eiganda bifreiðarinnar. 

Það eru vinsamleg tilmæli frá lögreglu að fólk haldi sig fjarri eldgosinu í dag enda bæði afar slæmt veður á þessum slóðum og gasmengun mikil, jafnvel lífshættuleg.

Búast má við gasmengun vegna eldgossins á Reykjanesi, mest nærri upptökunum. Gasdreifing er til norðausturs frá gosstöðvunum í átt að höfuðborgarsvæðinu en ólíklegt er að gasstyrkur verði hættulegur þar.

Gul viðvörun er í gildi fram á nótt á þessum slóðum en spáð er suðvestanhvassviðri eða stormi, 15-23 m/s, hvassast á Reykjanesi síðdegis. Byljótt og dimm slyddu- eða snjóél og slæmt skyggni, hviður um 30 m/s. Ekkert útivistarveður.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert