Líkist dyngjugosbergi

Eldgosið í Geldingadal er afmarkað í dalverpi og ólíklegt að …
Eldgosið í Geldingadal er afmarkað í dalverpi og ólíklegt að hraunflæði komi til með að valda tjóni. Varað við hættum í kringum gosstöðvarnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er tiltölulega frumstætt basalt og öðruvísi en það sem kom upp í sprungugosum á Reykjanesskaga á 9.-13. öld. Það líkist svolítið dyngjugosbergi sem er í eldri dyngjum á skaganum,“ segir dr. Guðmundur Heiðar Guðfinnsson, bergfræðingur við Raunvísindastofnun HÍ.

Hann greindi kviku úr eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hún hefur meiri einkenni úthafshryggjabasalts en þess sem yfirleitt finnst á Íslandi. Að kvikan sé frumstæð þýðir að hún hefur verið tiltölulega stutt í jarðskorpunni frá því að hún kom úr möttlinum.

Á næstu dögum er von á niðurstöðum úr snefilefnagreiningum sem segja meira um kvikuna. Samsetning glers og kristalla bendir til að kvikan hafi verið 1.180-1.190°C heit eða um 20°C heitari en Holuhraunskvikan þegar hún kom upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert