Rúta fer að gosinu á morgun

Miklum fjölda bifreiða var í dag lagt við Suðurstrandarveg þaðan …
Miklum fjölda bifreiða var í dag lagt við Suðurstrandarveg þaðan sem fólk hefur göngu sína að gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjavík Excursions hefur á morgun að bjóða upp á rútuferðir frá BSÍ í Reykjavík að upphafi gönguleiðarinnar að eldgosinu í Geldingadal í Fagradalsfjalli.

Gönguleiðin tekur um það bil 1,5-2 klukkustundir hvora leið og hefur verið vel merkt til að auðvelda göngufólki að komast leiðar sinnar. Vandræðagangur hefur verið á bílastæðamálum við fjallsræturnar og rútan hugsuð sem ein lausnanna við þeim vanda, segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða í samtali við mbl.is.

„Við ræddum það strax um helgina að bjóða upp á þetta og ætluðum að gera það í dag en svo var lokað seinni partinn, þannig að við hættum við. Við tökum auðvitað mið af aðstæðum hverju sinni,“ segir hann.

Farið verður klukkan fjögur síðdegis á morgun og kostar 4.990 krónur í rútuna. Rútan leggur síðan af stað til baka klukkan ellefu um kvöldið, þannig að fólk nær að skoða gosið í ljósaskiptunum.

Hér má bóka miða um borð í Volcano Bus.

Eldgos á Reykjanesskaga laðar marga að.
Eldgos á Reykjanesskaga laðar marga að. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert