Rýma svæðið í beinni

Eftir klukkan fimm í dag var talið að ástandið gæti …
Eftir klukkan fimm í dag var talið að ástandið gæti orðið lífshættulegt í kringum eldgosið vegna gasmengunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórir lögreglumenn og átján björgunarsveitarmenn ganga nú á milli fólks á gossvæðinu í Fagradalsfjalli til þess að biðja það að yfirgefa svæðið þar sem gasmengun er talin í þann mund að verða lífshættuleg vegna breyttrar vindáttar.

Sigurður Bergmann segir að rýmingin fari vel af stað en lögreglan verði að næsta einn og hálfan tíma eða svo.

Talað var um að klukkan fimm væri fólki ráðið frá því að vera á staðnum en þegar þetta er skrifað er enn fjölda fólks að sjá á vefmyndavélum, bæði á mbl.is og RÚV.

Sigurður segir að hver sá sem hlíti ekki tilmælum lögreglu verði eftir á svæðinu á eigin ábyrgð. Hann segist jafnvel hafa haft spurnir af því að fólk sé að leggja af stað í göngu frá Grindavíkurvegi, þar sem lögreglan er ekki með eftirlit, og að af því muni hljótast verkefni fyrir viðbragðsaðila eftir því sem líður á kvöldið.

Miklum fjölda bifreiða var í dag lagt við Suðurstrandarveg þaðan …
Miklum fjölda bifreiða var í dag lagt við Suðurstrandarveg þaðan sem fólk hefur göngu sína að gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lífshættuleg gildi

Sam­kvæmt spám Veður­stofu Íslands er í dag suðvest­læg átt og mun draga smám sam­an úr vindi. Eft­ir klukk­an 19 má gera ráð fyr­ir að vind­ur sé und­ir 3 m/​s og því get­ur magn SO2 ná­lægt eld­stöðinni farið yfir 9000 µg/​m3, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Því get­ur skap­ast mik­il hætta fyr­ir fólk sem er þar á staðnum. Miðað við vinda­spá næst gosstöðvun­um er því lík­legt að loft­gæði í næsta ná­grenni gosstöðvanna og að gasmeng­un frá CO2 í dæld­um og lægðum nálg­ist lífs­hættu­leg gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert