Sex þyrlur anna ekki eftirspurn

Sex loftför mega vera á svæðinu á hverjum tíma en …
Sex loftför mega vera á svæðinu á hverjum tíma en engin yfirsýn er yfir fjölda drónasem geta flogið mjög nærri þyrlum, ekki síst þegar þær koma inn til lendingar eða í flugtaki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um leið og vart varð gosóróa á Reykjanesi fundu þyrlurekendur fyrir miklum áhuga almennings á því að berja jarðhræringarnar augum úr lofti. Hafa þyrluþjónustur því nýtt hverja lausa stund til þess að taka niður pantanir og úthluta áhugasömum viðskiptavinum flugtímum.

Misjafnlega hefur þó gengið að stytta biðlistana eftir útsýnisflugi yfir Geldingadali enda veður nokkuð rysjótt. Var lítið sem ekkert um flug á svæðið í gær en veðurspá bendir til þess að fyrirtækin eigi mikil uppgrip í vændum í dag og næstu daga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Birgir Ómar Haraldsson er framkvæmdastjóri Norðurflugs. Fyrirtæki hans hefur beint tveimur þyrlum á svæðið síðustu daga. Fyrirtækið er einnig með þyrlu norðan heiða og hann segir til greina koma að kalla hana suður til þess að anna eftirspurninni.

„Síminn hringdi svo mikið í morgun að það kom mér eiginlega á óvart að það skyldi ekki allt hrynja hjá okkur,“ segir hann í léttum dúr og bendir á að miðað við að hver ferð taki um klukkutíma með 15 mínútna stoppi á svæðinu þá geti fyrirtækið annað u.þ.b. 100 farþegum á dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert