„Ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður“

Bláan reyk leggur af hrauninu.
Bláan reyk leggur af hrauninu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir langvarandi eldgos í Geldingadölum, sem býður fólki það einstaka tækifæri að fara og sjá eldgos með eigin augum. Á þessum orðum hefst tilkynning frá eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands, sem varar við hættulegu gasútstreymi á svæðinu.

„Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður,“ segir í tilkynningunni.

Bent er á að um sé að ræða einstaklega hættulega og sterka blöndu koltvísýrings og kolmónoxíðs, sem eru lífshættulegar gastegundir.

Réttara að færa sig að minnsta kosti 10 metrum ofar

„Höfum í huga að á gosstöðvum er mikið af lögreglufólki og björgunarsveitarfólki er vinnur við að tryggja okkar öryggi.“

Þessir viðbragðsaðilar séu með gasmæla og þegar þeir gefi frá sér hljóð sé réttara að færa sig að minnsta kosti 10 metrum ofar.

Gott sé líka að muna að ef einhver fellur í ómegin vegna CO2/CO-eitrunar, sé ekkert hægt að gera nema vera með súrefni með sér. „Ef við förum til hjálpar förum við sömu leið. Njótum náttúrunnar á hennar forsendum, en ekki okkar.“

Tilkynninguna má sjá hér að neðan:

Sæl öll, nú þurfum við aðeins að fara yfir hlutina. Útlit er fyrir langvarandi eldgos í Geldingadal. Sú staðreynd bíður...

Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Wednesday, March 24, 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert