ESB bannar flutning bóluefna til Íslands

Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti aðgerðirnar í …
Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti aðgerðirnar í dag. Myndin er úr safni. AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Íslands, auk annarra landa. Sérstaka heimild mun nú þurfa til að flytja bóluefni frá ríkjum sambandsins til Íslands.

Þetta kemur fram á vef framkvæmdastjórnarinnar.

Þar segir meðal annars að markmið aðgerðanna sé að tryggja íbúum innan Evrópusambandsins tímabæran aðgang að bóluefni gegn Covid-19.

Skilyrði sett fyrir útflutningnum

Sett eru tvö ný skilyrði fyrir útflutningi bóluefna frá ríkjum sambandsins. Annars vegar er litið til þess hvort innflutningslandið hamli sjálft útflutningi bóluefna eða efna sem nýtast til að framleiða þau.

Hins vegar er litið til þess hvort staða faraldursins sé betri eða verri í viðkomandi landi, í samanburði við Evrópusambandið. Er þá um að ræða stöðu bólusetninga, aðgang að bóluefnum og hversu útbreiddur faraldurinn er.

Á ekki að hafa áhrif á dreifinguna

Sigríður Á. Andersen greinir frá því á Facebook að íslensk stjórnvöld hafi fengið sömu skilaboð og þau norsku, þ.e. að þetta hafi ekki áhrif á dreifinguna sem nú standi yfir.

„Þau skilaboð draga ekki úr alvarleika þessarar ákvörðunar ESB og framkomu gagnvart Íslandi,“ skrifar hún.

Noregur er einnig á bannlistanum, ásamt Albaníu, Armeníu, Aserbaídsjan, Bosníu og Herzegóvínu, Georgíu, Hvíta-Rússlandi, Ísrael, Jórdaníu, Líbanon, Líbíu, Liechtenstein, Norður-Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalandi og Sviss.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert