Ríkisstjórnin fundar um aðgerðir vegna Covid-19

Útlit er fyrir að blaðamannafundur verði haldinn í dag. Hér …
Útlit er fyrir að blaðamannafundur verði haldinn í dag. Hér Sjást Lilja Alfreðsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir á blaðamannafundi í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mun funda um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins eftir hádegi í dag. Í framhaldinu verður væntanlega boðað til blaðamannafundar. 

Þetta staðfestir Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, í samtali við mbl.is.

„Ríkisstjórnin á eftir að fá tillögur frá Þórólfi. Þegar ríkisstjórnin fær þær tillögur verður haldinn ríkisstjórnarfundur og svo væntanlega blaðamannafundur í framhaldinu,“ segir Lára Björg. 

Enn er óljóst klukkan hvað ríkisstjórnin mun funda og hvenær blaðamannafundurinn verður haldinn.

17 smit greindust innanlands í gær. Af þeim voru 11 smit meðal barna í Laug­ar­nesskóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina