Samkeppniseftirlitið átalið

Sigurður Hannesson
Sigurður Hannesson

„Það ríkir vantraust atvinnulífsins í garð Samkeppniseftirlitsins,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali í Dagmálum, sem birt er í dag.

Hann segir að það sé á suman hátt gagnkvæmt, því Samkeppniseftirlitið (SKE) virðist vantreysta atvinnulífinu. „Þetta vantraust er samfélaginu stórkostlega dýrkeypt.“

Sigurður tæpti á ýmsum þeim málum, sem upp hafa komið vegna Samkeppniseftirlitsins, fjölmiðlaumfjöllun og nýlegri gagnrýni forystumanna í atvinnulífi í þess garð. Hann minnti á að það gerðu menn ekki að gamni sínu, enda veigruðu margir sér við að ýfa stofnunina, það væri of mikið í húfi fyrir þau.

„Það er erfitt að sjá lausnina á þessu, en það verður ekki gert með því einu að atvinnulífið líti í eigin barm, eins og ætla má af orðum [Páls Gunnars Pálssonar] forstjóra Samkeppniseftirlitsins,“ segir Sigurður í Morgunblaðinu í dag og gagnrýnir hann fyrir skoðanagleði í fjölmiðlum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert