4.800 skammtar frá Janssen í næsta mánuði

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Á síðustu tveimur vikum aprílmánaðar er von á 4.800 skömmtum af bóluefni Janssen til landsins. 2.400 skammtar eru væntanlegir 16. apríl og annað eins 26. apríl.

Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í umræðu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins á Alþingi.

Ís­lensk stjórn­völd sömdu við John­son & John­son, eig­anda Jans­sen, um 235.000 skammta af bólu­efn­inu. Hver ein­stak­ling­ur þarf ein­ung­is einn skammt af bólu­efn­inu til þess að öðlast fulla bólu­setn­ingu svo um­samið bólu­efni dug­ir í raun fyr­ir þorra þeirra 280.000 sem á að bólu­setja hér á landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert