Hella teygir sig yfir Ytri-Rangá

Hella stendur á austurbakka Ytri-Rangár. Á túninu við brúna, á …
Hella stendur á austurbakka Ytri-Rangár. Á túninu við brúna, á vesturbakkanum, sést hluti af landi Bjargs mbl.is/Árni Sæberg

Rangárþing ytra er að hanna síðasta hluta Ölduhverfis á Hellu. Töluverð eftirspurn er eftir lóðum og nú er sveitarfélagið að huga að næsta íbúðahverfi. Það verður vestan Ytri-Rangár og teljast það talsverð tíðindi að byggðin teygi sig þangað.

Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri segir að þar verði öðruvísi byggð en í öðrum hlutum Hellu, meðal annars mikið útsýni til fjalla.

„Það er að fjölga hjá okkur. Mikið er byggt og eftirspurn eftir lóðum. Ég er að undirbúa byggðarráðsfund á fimmtudag [í dag]. Þar verða lagðar fram átta lóðarumsóknir sem er mikið á einum fundi í þessu sveitarfélagi,“ sagði Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri í Morgunblaðinu í dag.

Samið hefur verið við verkfræðistofuna Eflu um hönnun gatna í síðasta hluta svokallaðs Ölduhverfis á Hellu. Í því hverfi hefur verið mikið byggt á síðustu árum og sveitarfélagið fer að verða uppiskroppa með lóðir, að sögn sveitarstjórans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »