Birta sýndarferð upp að gosstöðvunum

Fólk á ferð við gosstöðvarnar í Geldingadölum.
Fólk á ferð við gosstöðvarnar í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrirtækið Sýndarferð hefur myndað gönguleiðina upp að eldgosinu í Geldingadölum og birtir í formi sýndarferðar á kortavef Google. Þar er hægt að virða gönguleiðina fyrir sér áður en lagt er af stað.

Hægt er að skoða gönguleiðina hér. Hægt er að smella á myndina og snúa henni til að fara fram og aftur gönguleiðina.

„Þetta er framlag okkar til að auka öryggi þeirra sem vilja heimsækja eldgosið,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Sýndarferðin samanstendur af rúmlega fimm hundruð 360 gráðu ljósmyndum sem eru tengdar saman þannig að hægt er að ferðast á milli. Þær eru teknar með fimm metra millibili.

Myndirnar voru teknar áður en gönguleið B var bætt við. Stefnt er að því að bæta þeim kafla við um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert