Framsalskrafa barst fyrir morðið

Rauðagerði 28
Rauðagerði 28 mbl.is/Eggert Jóhannesson

Albanski maðurinn sem játaði að hafa skotið samlanda sinn, Armando Bequiri, í Rauðagerði ífebrúar var þegar eftirlýstur af albönskum stjórnvöldum vegna glæps í heimalandi sínu.

Albönsk stjórnvöld höfðu lagt fram framsalskröfu til íslenskra stjórnvalda nokkru áður en morðið í Rauðagerði átti sér stað en við henni hafði ekki verið brugðist.

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir í samtali við Morgunblaðið að framsalskrafan hafi legið fyrir í einhvern tíma en bjó ekki yfir upplýsingum um hve lengi. Hún hafi þó borist áður en morðið átti sér stað.

Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði fyrir helgi að með játningu mannsins væri gátan um framkvæmd málsins leyst, en enn hefur ekki verið komist til botns í skipulagningu verknaðarins eða eftirmálum hans. Játningin þykir þó trúverðug.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert