Best þegar fólk vinnur með okkur

„Fólk verður að hafa þolinmæði. Við erum alltaf að reyna …
„Fólk verður að hafa þolinmæði. Við erum alltaf að reyna að gera það besta fyrir það, og það er langbest þegar það vinnur með okkur,“ segir Bogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta hefur rúllað fínt af stað í dag, það er náttúrlega aðsókn. Það er svo gott veður, eins og alltaf í Grindavík,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, um aðstæður í Geldingadölum það sem af er degi.

Aðspurður segir Bogi að sama prógramm muni rúlla áfram um páskana og ef þeim lítist ekki á blikuna verði gripið til lokana eða mannskap bætt við. „Það fer bara eftir því hvernig veður og vindur spila með okkur.“

Groundhog Day

„Fólk verður að hafa þolinmæði. Við erum alltaf að reyna að gera það besta fyrir það, og það er langbest þegar það vinnur með okkur,“ segir Bogi.

„Það er bara Groundhog Day; ef þú manst eftir myndinni þá reyndi hann alltaf að gera daginn betri og svo byrjaði hann upp á nýtt. Þetta er bara gaman.“

Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík.
Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert