Lítill vindur og flókið landslag

„Það er ekki fyrr en seint í kvöld að það …
„Það er ekki fyrr en seint í kvöld að það gæti orðið hægari vindur,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur í samtali við mbl.is. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki þykir ástæða til að hafa miklar áhyggjur af gasmengun við eldstöðina í Geldingadölum fyrr en seinna í kvöld. Nú eru á Fagradalsfjalli um 7 metrar á sekúndu í norðanátt og verður áfram. Síðdegis er búist við 4 til 5 metrum á sekúndu í sömu átt.

„Það er ekki fyrr en seint í kvöld að það gæti orðið hægari vindur,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur í samtali við mbl.is. 

„En þetta er mæling uppi á fjalli en svo er alltaf spurning hvernig vindinn og þá gasið liggur og ofan í einstaka dældir og dali. Þetta er lítill vindur og flókið landslag en við erum þarna með mæla og að reyna að leiðbeina umferð þannig að það heppnist sem best.“

Göngufólki beint um leið B

Umferð er í dag beint um leið B vegna hugsanlegrar gasmengunar á svæði A en Páll Ágúst segir söguna aðra á morgun. „Þá bætir í vestan og suðvestan vind þannig að gasið ætti að liggja austur fyrir gosið og gönguleiðir ágætar miðað við hvernig spáin er í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert