Fyrsti hráefnisfarmurinn til kísilversins

Húsavíkurhöfn. Kolum sem notuð eru við framleiðslu PCC mokað á …
Húsavíkurhöfn. Kolum sem notuð eru við framleiðslu PCC mokað á bíl. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fyrsta skipið sem komið hefur til Húsavíkur með hráefni fyrir kísilver PCC á Bakka í marga mánuði lagðist að Bökugarði í gærmorgun. Það er flutningaskipið Wilson Nanjing sem flytur kol til verksmiðjunnar.

Starfsmenn PCC eru að undirbúa gangsetningu ofna kísilversins. Rúnar Sigurpálsson forstjóri segir að horft sé til síðari hluta aprílmánaðar en tekur fram að enn séu lausir endar sem eftir sé að hnýta.

PCC greip til tímabundinnar stöðvunar á ljósbogaofnum kísilversins á síðasta ári til að gera endurbætur á reykhreinsivirki þess og var meginhluta starfsfólks sagt upp. Nú er verið að ráða inn fólk að nýju, til viðbótar þeim sem ekki var sagt upp. Unnið er að þjálfun þess. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »