Nýi óvissuþátturinn í bólusetningunni

Börn eru mun viðkvæmari fyrir breska afbrigði kórónuveirunnar en fyrri …
Börn eru mun viðkvæmari fyrir breska afbrigði kórónuveirunnar en fyrri afbrigðum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að áhrif breska afbrigðis kórónuveirunnar á börn og ungmenni gætu breytt því hvenær hjarðónæmi telst náð hér á landi. Ekki var gert ráð fyrir þessum nýja eiginleika veirunnar í bólusetningaráætlunum stjórnvalda.

Fyrir lok júní eiga Íslendingar að hafa fengið bóluefni fyrir samtals 240.000 einstaklinga, samkvæmt forsætisráðherra. Það dugir fyrir bólusetningu um 80% þeirra sem náð hafa 16 ára aldri hér á landi, sem eru 295 þúsund talsins.

Sem stendur hafa um 49 þúsund manns fengið að minnsta kosti eina sprautu. Það eru tæp 17% bólusetningarhópsins en hjarðónæmi miðast við að minnsta kosti 60% hlutfall af heildinni.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er bjartsýn á framhaldið: Á næstu þremur …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er bjartsýn á framhaldið: Á næstu þremur mánuðum berast Íslendingum bóluefnaskammtar fyrir 193.000 einstaklinga samkvæmt afhendingaráætlunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óákveðið hvort börn verða bólusett

Katrín telur að ef 80% 16 ára og eldri verða bólusett fyrir lok júní, verði Íslendingar komnir nærri því sem teljist vera hjarðónæmi.

„Það segi ég þó með þeim fyrirvara annars vegar að áætlanir gangi eftir og hins vegar erum við auðvitað að sjá núna að þetta breska afbrigði er að leggjast af auknum þunga á börn og ungmenni, sem er auðvitað ekki gert ráð fyrir í okkar áætlunum um bólusetningu,“ segir Katrín.

Hvaða þýðingu börn og ungmenni muni hafa í þessu samhengi segir Katrín enn óljóst. Þau eru enn einn óvissuþátturinn í bólusetningarmálunum. Katrín segir að Íslendingar hafi ekki frekar en nokkur önnur þjóð tekið ákvarðanir um bólusetningar á börnum.

„Ég er bara að benda á að við erum núna með afbrigði sem leggst af auknum þunga á börn og ungmenni og það getur áhrif á það hvenær hjarðónæmi telst náð,“ segir forsætisráðherra.

Stór hluti þeirra sem greinst hafa í því sem virðist …
Stór hluti þeirra sem greinst hafa í því sem virðist vera fjórða bylgja Covid-19 hér á landi eru börn. Skólarnir hafa orðið illa úti. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert