Stjórn RÚV mun ekki verða við beiðni Samherja

RÚV mun ekki aðhafast frekar í málinu.
RÚV mun ekki aðhafast frekar í málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn RÚV hefur svarað erindi lögmanns Samherja, sem fór fram á það að Helga Seljan fréttamanni yrði bannað að fjalla meira um fyrirtækið. Niðurstaða stjórnar er sú að hún muni ekki aðhafast frekar í málinu. Í svari Jóhönnu Hreiðarsdóttur, stjórnarformanns RÚV, segir að málefni einstakra starfsmanna Ríkisútvarpsins séu ekki á borði stjórnar. Stjórnin hafi ekki afskipti af fréttaflutningi eða annarri dagskrá.

Sam­herji gerði mikl­ar at­huga­semd­ir í til­efni af úr­sk­urði siðanefnd­ar RÚV um um­mæli Helga Selj­an um fé­lagið og mál­efni þess á sam­fé­lags­miðlum. Þar sagði að úr­sk­urður­inn hefði eng­in áhrif á störf Helga, enda hefði þar ekki komið fram að hann hefði gerst brot­leg­ur í starfi í skiln­ingi laga. Sam­herji taldi það ekki stand­ast hjá stjórn­end­un­um og krafðist þess að Helgi kæmi ekki að frek­ari um­fjöll­un um mál­efni fé­lags­ins.

mbl.is