Smjör hækkar í verði í dag um 8,47%

Osturinn hækkar í verðieins og mjólkin, um tæplega 3,5%.
Osturinn hækkar í verðieins og mjólkin, um tæplega 3,5%. mbl.is/Golli

Verð á mjólk hækkar í dag, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Bændur fá 3,77% hækkun á mjólkurlítrann og heildsöluverð frá MS hækkar um 3,47% nema hvað verð á smjöri hækkar um 8,47% og heildsöluverð á mjólkurdufti verður óbreytt.

Verðhækkunin er til komin vegna hækkunar á aðföngum og sérstaklega launum, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Mjólkurlítrinn kostar 162 krónur í heildsölu með 11% virðisaukaskatti en hefur kostað 156,50 kr. Útsöluverð út úr búð er frjálst og getur verið mismunandi. Kíló af smöri kostar 1.153,30 kr. í heildsölu en hefur kostað 1.063,40 kr.

Verðlagsnefndin færir þau rök fyrir 5% umframhækkun á smjöri að heildsöluverð þess hafi verið undir framleiðslukostnaði um árabil og spurn eftir fituríkum mjólkurafurðum sé meiri en eftir próteinríkum vörum. Sérstök hækkun á smjöri og óbreytt verð á dufti sé til þess gerð að ná betra jafnvægi fitu og próteins á markaði.

Mikið ójafnvægi er í sölu á mjólkurvörum. Sala á próteinríkari vörum hefur ekki fylgt aukningu á fituríkari vörum. Það skapar erfiðleika fyrir vinnsluna enda þarf að flytja út duft fyrir lágt verð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert