Ekki verið boðað til þinghalds

Fosshótel við Þórunnartún gegnir nú hlutverki farsóttarhúss.
Fosshótel við Þórunnartún gegnir nú hlutverki farsóttarhúss. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég sé ekki hvernig dómara ætti að verða stætt á öðru en að boða til þinghalds í dag. Umbjóðandi minn hefur núna verið frelsissviptur í að verða 48 tíma án þess að ég hafi getað borið málið undir dómara. Það eitt og sér, réttur hans til þess að bera mál sitt undir dómara innan hæfilegs tíma, er stjórnarskrárverndaður,“ segir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður manns sem ætlar að láta reyna á lögmæti þess að hafa verið skikkaður í farsóttarhúsið við Þórunnartún, fyrir dómstólum.

Ómar segist enn bíða þess að heyra frá dómara um að vera boðaður í þinghald í málinu en skjólstæðingi hans var gert að mæta í farsóttarhús á milli klukkan 14 og 15 í fyrradag, þann 1. apríl. 

Um er að ræða ís­lensk­an rík­is­borg­ara sem kom til lands­ins með flugi frá Frankfurt í fyrradag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert