Nýr Vilhelm Þorsteinsson til hafnar á Akureyri í dag

Nýr Vilhelm Þorsteinsson á leið til hafnar á Akureyri.
Nýr Vilhelm Þorsteinsson á leið til hafnar á Akureyri. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Vilhelm Þorsteinsson EA-11 sigldi inn Eyjafjörðinn í fyrsta sinn í gær, á leið sinni frá skipasmíðastöðinni Karstensens í Skagen í Danmörku.

Formlegur komudagur skipsins til landsins verður aftur á móti í dag, en þá hafa skipverjar allir fengið niðurstöður úr seinni Covid-19-sýnatöku. Í millitíðinni hefur áhöfn skipsins verið í góðu yfirlæti á Eyjafirðinum.

Vilhelm Þorsteinsson EA-11 er stórt, glæsilegt og þykir fullkomið skip til uppsjávarveiða. Það er 89 metrar að lengd og 16,6 metrar að breidd. Burðargetan er vel yfir þrjú þúsund tonn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert