Einn gestur hefur yfirgefið sóttkvíarhótelið

Nokkrir gestir hafa yfirgefið sóttkvíarhótelið.
Nokkrir gestir hafa yfirgefið sóttkvíarhótelið. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnlaugur Bjarni Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir að einn gestur hafi yfirgefið sóttkvíarhótelið við Þórunnartún á liðnum dögum. Brotið hefur verið tilkynnt til lögreglu. 

„Starfsfólk Rauða krossins hefur hvorki heimild né vilja til þess að hindra för fólks. Okkar fólk upplýsir gestina um að brot á sóttkví sé brot á sóttvarnalögum og okkur beri að tilkynna það til lögreglu,“ segir Gunnlaugur. 

216 dvöldu á hótelinu í nótt og milli nótta fjölgaði um tæplega 50 manns. Ein vél hefur komið frá skilgreindu áhættusvæði í dag og von er á tveimur í viðbót. Enginn nýr gestur hefur komið á hótelið í dag.

Gunnlaugur segir að fyrstu kvöldin hafi eitthvað verið um samgang milli gesta og hópamyndun á hótelinu en starfsmenn Rauða krossins hafi útskýrt reglurnar betur fyrir fólki og síðan þá hafi ekkert verið um hópamyndun eða samgang milli gesta. 

Fréttin hefur verið uppfærð en upphaflega var fjöldi þeirra gesta sem höfðu yfirgefið sóttkvíar ekki gefinn upp og talað um nokkra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert