Lokað þinghald í máli um sóttkvíarhótel

Frá hægri: Ómar Valdimarsson, Reimar Pétursson, Jón Magnússon og Magnús …
Frá hægri: Ómar Valdimarsson, Reimar Pétursson, Jón Magnússon og Magnús Jónsson, lögmenn þeirra sem kært hafa vistun á sóttkvíarhóteli. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtaka í málum sóttvarnalæknis og þeirra sem telja að vistun á sóttvarnahóteli í Þórunnartúni sé ólögleg hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur nú upp úr klukkan 15. Lokað þinghald verður í málinu, en það var ákveðið á seinustu stundu, þegar blaðamenn höfðu þegar fengið sér sæti í dómsal. Niðurstaða málsins liggur því ekki fyrir enn.

Edda Andradóttir sækir málið fyrir hönd embættis sóttvarnalæknis.
Edda Andradóttir sækir málið fyrir hönd embættis sóttvarnalæknis. mbl.is/Árni Sæberg

Þrír lögfræðingar, Jón Magnússon, Ómar Valdirmarsson og Reimar Pétursson, voru viðstaddir fyrirtökuna. Fyrst um sinn virtust þeir Jón og Ómar sammála um að þinghald yrði opið en þegar Reimar mætti kallaði hann eftir því að þinghald yrði lokað og svo fór. Blaðamönnum var því vísað á dyr.

Jón Magnússon og Ómar Valdimarsson mæta í hérðasdóm.
Jón Magnússon og Ómar Valdimarsson mæta í hérðasdóm. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert