Minnist bróður síns sem lést eftir árásina

Daníel og Guðný ásamt foreldrum sínum.
Daníel og Guðný ásamt foreldrum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Maðurinn sem lést eftir líkamsárás í Kópavogi á föstudag hét Daníel Eiríksson og var fæddur árið 1990.

Systir Daníels, Guðný Sigríður Eiríksdóttir, minnist bróður síns í hjartnæmri færslu á Facebook fyrr í dag en hún veitti mbl.is góðfúslegt leyfi til að birta upp úr henni.

„Elsku besti litli bróðir minn. Ég vil ekki trúa því að þú sért farinn frá okkur,“ skrifar Guðný. Hún segir bróður sinn hafa verið hjálpsaman og hraustan, með hjarta úr gulli. „Þú þráðir svo heitt að lifa eðlilegu lífi, elsku Daníel minn, og stóðst þig eins og hetja.“

Guðný segir erfitt að hugsa til þess að hún muni ekki geta hringt í bróður sinn lengur en hún hughreysti sig við það að hann vaki yfir fjölskyldunni og heyri í þeim.

Einn er í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásarinnar, sem rannsökuð er sem manndráp. Sá heldur því fram að um slys hafi verið að ræða.



Fleira áhugavert
Fleira áhugavert