Gistir ekki lengur á sjúkrahúsi

Guðmundur Felix grillar.
Guðmundur Felix grillar. Ljósmyn/Facebook

Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk í byrjun árs grædda á sig handleggi í Lyon í Frakklandi, birti í dag færslu á facebooksíðu sinni þar sem fram kemur að hann þurfi ekki lengur að dvelja allan sólarhringinn á sjúkrahúsi.

Þess í stað mætir hann í endurhæfingu á daginn og fær að fara heim á kvöldin.

Guðmundur Felix hélt upp á áfangann með grillveislu eins og sjá má á myndum á facebooksíðu hans.

Happy days😎 Now I’m free from full time hospitalization it’s celebrated with a #barbecue . From now on I just show up...

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Mánudagur, 5. apríl 2021
mbl.is