Kolbrún Halldórsdóttir vill aftur á þing

Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir. mbl.is/Hari

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður og umhverfisráðherra, gefur kost á sér í annað sæti á lista Vinstri-grænna í Suðvesturkjördæmi. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook.

Kolbrún sat á þingi fyrir flokkinn árin 1999-2009 og gegndi embætti umhverfisráðherra til skamms tíma árið 2009 í ríkisstjórnartíð Samfylkingar og Vinstri-grænna.

Þrjú sækjast eftir oddvitasæti flokksins í kjördæminu, þau Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður sem skipaði annað sætið á listanum síðast, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Una Hildardóttir upplýsingafulltrúi flokksins.

Alls gefa níu manns kost á sér í fimm efstu sæti í ra­f­rænu for­vali. Það fer fram dag­ana 15. til 17. aprílkom­andi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem skipaði efsta sætið á listanum, sagði sig úr flokknum á síðasta ári og gekk til liðs við Samfylkinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert